banner
   fim 13. desember 2018 21:00
Arnar Helgi Magnússon
UEFA rannsakar söngva stuðningsmanna Chelsea í kvöld
Mynd: Getty Images
UEFA hefur hafið rannsókn á meintum kynþáttaníðssöngvum stuðningsmanna Chelsea í leiknum gegn Vidi í Evrópudeildinni í kvöld.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Chelsea hafði tryggt sig áfram fyrir leikinn. Liðsmenn Vidi sitja hinsvegar eftir með sárt ennið en þeir áttu möguleika á því að komast áfram í kvöld.



Stuðningsmenn Chelsea voru einnig í sviðsljósinu eftir leikinn gegn Manchester City en fjórir stuðningsmenn liðsins hafa verið settir í bann en þeir eru sakaðir um kynþáttaníð í garð Raheem Sterling.

Dan Levene er breskur fjölmiðlamaður sem fylgir Chelsea í alla leiki og tístaði hann um atvikið í kvöld. Nokkur tíst frá honum má sjá hér að neðan.








Athugasemdir
banner
banner
banner
banner