Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 13. desember 2024 11:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Salah bestur í nóvember - Aðeins tveir verið valdir oftar
Mynd: Getty Images
Það kom alls ekki á óvart í dag þegar Mo Salah, sóknarmaður Liverpool, var valinn besti leikmaður nóvembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Salah kom að fimm af sjö mörkum Liverpool í mánuðinum sem vann alla þrjá úrvalsdeildarleiki sína í mánuðinum.

Þetta er í sjötta sinn sem Salah er valinn leikmaður mánaðarins og jafnar hann met Steven Gerrard hjá Liverpool sem fékk þessa nafnbót sex sinnum á sínum ferli.

Einungis tveir leikmenn í sögu úrvalsdeildarinnar hafa verið valdir oftar. Það eru þeir Sergio Aguero (Manchester City) og Harry Kane (Tottenham) en þeir voru sjö sinnum valdir leikmenn mánaðarins.

Salah hefur ekkert kólnað í desember því hann skoraði og lagði upp gegn Manchester City 1. desember og skoraði svo eitt og lagði upp tvö mörk gegn Newcastle. Hann var svo á skotskónum í Meistaradeildinni í vikunni þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Girona úr vítaspyrnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner