Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 14. janúar 2019 19:09
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Man City og Wolves: De Bruyne og Aguero á bekknum
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne og Sergio Aguero eru báðir á bekknum hjá Manchester City sem tekur á móti Wolves í síðasta leik 22. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Aguero er nýlega búinn að ná sér af meiðslum en Pep Guardiola vill koma honum rólega inn í liðið, þó vonandi ekki jafn rólega og De Bruyne sem virðist vera orðinn pirraður á því að fá ekki meiri spilatíma en raun ber vitni.

Englandsmeistararnir þurfa sigur í toppbaráttunni til að saxa á sjö stiga forskot Liverpool.

Leikur kvöldsins mun þó líklega ekki reynast auðveldur fyrir Man City enda hafa Úlfarnir verið að taka stig af öllum stærstu liðum úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.

Fyrri leik liðanna lauk einmitt með 1-1 jafntefli á Molineux, heimavelli Wolves, í haust og hafa Úlfarnir síðan þá tekið stig af Manchester United, Arsenal, Chelsea og Tottenham.

Þá höfðu Úlfarnir betur gegn Liverpool í enska bikarnum fyrir viku síðan og ljóst að ekki má vanmeta nýliðana, enda eru þeir spútnik lið tímabilsins.

Man City: Ederson, Walker, Danillo, Stones, Laporte, Fernandinho, Sane, Sterling, D.Silva, B.Silva, Jesus
Varamenn: Muric, Gündogan, Agüero, De Bruyne, Delph, Mahrez, Otamendi

Wolves: Patricio, Doherty, Bennett, Neves, Boly, Coady, Jota, Jimenez, Jonny, Moutinho, Dendoncker
Varamenn: Ruddy, Vinagre, Saiss, Gibbs-White, Traore, Costa, Cavaleiro
Athugasemdir
banner
banner
banner