banner
   mán 14. janúar 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Doha í Katar
Cavani: Meiri orka hjá Man Utd eftir brotthvarf Mourinho
Icelandair
Cavani á fréttamannafundi í dag.
Cavani á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Edinson Cavani, framherji PSG, telur að það verði erfiðara fyrir frönsku meistarana að mæta Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir þjálfaraskipti hjá enska félaginu.

Manchester United hefur unnið sex leiki í röð eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við af Jose Mourinho í síðasta mánuði.

PSG og Manchester United eigast við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en leikirnir fara fram 12. febrúar og 6. mars.

„Eftir brotthvarf Jose Mourinho er meiri orka í leik Manchester United. Þeir hafa fundið rétt jafnvægi í leik sínum," sagði Cavani á fréttamannafundi í Doha í Katar í dag.

„Við vitum að þeir hafa mikil gæði og sterkan hóp. Við í PSG erum líka með gæði og stóran og sterkan hóp. Ég er ekki í vafa um að við getum staðið okkur vel í þessum leikjum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner