Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 14. janúar 2019 20:30
Oddur Stefánsson
Heimild: 90Min 
Dybala vill spila aftur með Pogba
Mynd: Getty Images
Paulo Dybala leikmaður Juventus sagði í viðtali við Telefoot um vonir sínar að spila aftur með Paul Pogba.

Þeir félagarnir spiluðu aðeins eitt tímabil saman áður en Pogba var fenginn yfir til Manchester United. Nú hefur franski miðjumaðurinn verið orðaður við endurkomu til Ítalíumeistaranna.

„Ég er alltaf til í að spila með einhverjum í sama gæðaflokki og Pogba. Sama hvað hann ákveður að gera óska ég honum góðs gengis," sagði Dybala.

Hann talaði seinna um Cristiano Ronaldo liðsfélaga sinn í Juventus og mikilvægi hans fyrir félagið.

„Allir vita hvað Cristiano Ronaldo er mikilvægur fyrir Juventus og hvað hann merkir fyrir andstæðinga okkar. Hann gefur sig alltaf allan í verkefnið, hvort sem það er á æfingu eða í leik, og setur gott fordæmi fyrir ungu leikmennina.

„Ég myndi segja að Ronaldo og Messi séu jafnir, en í framtíðinni eru Neymar og ekki síst Mbappe þeir sem geta orðið á pari við þá.

„Ég hef þróað og breytt mínum leikstíl, ég hef lært svo margt af meisturunum í liðinu. Við erum með afar reynslumikið lið og það hjálpar ungum leikmönnum eins og mér því maður smitast af hugarfarinu þeirra."


Paulo Dybala hefur unnið ítölsku deildina þrisvar með Juventus og er aðeins 25 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner