Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 14. janúar 2019 15:00
Arnar Helgi Magnússon
Emery: Verður erfitt að ná Meistaradeildarsæti
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Arsenal segir að það verði erfitt fyrir liðið að ná Meistaradeildarsæti en liðið tapaði 1-0 fyrir West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Arsenal einungis fengið fjögur stig úr síðustu fjórum deildarleikjum en Chelsea vann um helgina og hefur því sex stiga forskot á Arsenal í fjórða sætinu.

„Eftir úrslit helgarinnar þá er þetta erfiðara, það er klárt. Við þurfum bara að snúa bökum saman og finna sjálfstraustið. Við þurfum meiri stöðugleika," sagði Emery eftir leikinn.

Arsenal og Chelsea mætast næstu helgi í gífurlega þýðingarmiklum leik.

„Með sigri komumst við nær þeim og við leggjum auðvitað alla áherslu á það. Þetta er stórt tækifæri okkur til þess að færast nær þeim."

Arsenal á erfitt leikjaprógram framundan en liðið mætir Manchester United, Chelsea, Cardiff og Manchester City í næstu fjórum leikjum.
Athugasemdir
banner
banner