Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 14. janúar 2019 20:00
Magnús Már Einarsson
Doha í Katar
Erik Hamren: Var áhyggjufullur þegar Arnór fór til Moskvu
Hæstánægður með frammistöðu Skagamannsins
Icelandair
Arnór skoraði gegn Real Madrid í síðasta mánuði.
Arnór skoraði gegn Real Madrid í síðasta mánuði.
Mynd: Getty Images
Arnór spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Belgíu í nóvember.
Arnór spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Belgíu í nóvember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður svo vel í hjartanu þega ég sé leikmann taka sénsinn. Hann er með hæfileikana, hefur lagt hart að sér og er að grípa tækifærið og spila vel," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, í viðtali við Fótbolta.net aðspurður út í Arnór Sigurðsson.

Arnór sló í gegn undir lok síðasta árs en hann spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Belgum í nóvember og skoraði bæði gegn Real Madrid og Roma í Meistaradeildinni. CSKA keypti Arnór frá Norrköping í haust og hann hefur strax fest sig í sessi hjá rússneska stórliðinu.

Öfugt við vonarstjörnu Svía
Alexander Isak, vonarstjarna Svía, hefur lítið sem ekkert spilað hjá Dortmund síðan hann varð dýrasti leikmaðurinn til að vera seldur úr sænsku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum. Erik nefndi að fyrra bragði muninn á Isak og Arnóri í samtali við Fótbolta.net.

„Þetta er algjörlega öfugt hjá Arnóri. Hann fór fyrst til Norrköping og spilaði mikið áður en hann fór til Moskvu. Ég var svolítið áhyggjufullur þegar hann fór til Moskvu því ég hef séð suma leikmenn fara þangað og fá ekki að spila. Hann fékk tækifærið og greip það. Þá nærðu að vaxa um leikmann," sagði Erik.

„Ég þekki hann ekki mjög vel því ég hef bara hitt hann í einu landsliðsverkefni en hann virðist vera með báðar fætur á jörðinni. Ef þú ert með fæturnar á jörðinni og hefur hæfileikana þá getur þú orðið góður."

Einnig ánægður með Albert
Erik vill ekki koma með yfirlýsingar strax þess efnis að Arnór verði í stóru hlutverki í undankeppni EM sem hefst í mars.

„Við sjáum til. Ég held að Lars Lagerback hafi sagt þegar hann var þjálfari sænska landsliðsins að þú þurfir nokkuð marga landsleiki áður en þú getur talist góður," sagði Erik.

„Ég hef líka verið ánægður með að sjá Albert (Guðmundsson) grípa tækifærið í þeim leikjum sem hann hefur spilað með okkur. Þeir eiga eftir að verða góðir fyrir íslenska landsliðið. Við viljum hafa eins marga góða leikmenn og hægt er."
Athugasemdir
banner
banner
banner