Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. janúar 2019 15:40
Arnar Helgi Magnússon
Meint kynþáttaníð í garð Son rannsökuð
Mynd: Getty Images
Tottenham rannskar nú meinta kynþáttaníð í garð Heung-Min Son í leik Tottenham og Manchester United í gær.

Talið er að þetta hafi komið frá stuðningsmanni Tottenham.

James Dickens, ársmiðahafi Tottenham tístaði um atvikið á meðan á leiknum stóð í gær.


Breski fjölmiðlarisinn Sky hefur nú staðfest það að Tottenham sé nú að rannska hvað átti sér stað.

Kynþáttaníð hefur verið nokkuð áberandi á leiktíðinni í ensku knattspyrnunni og hafa til að mynda nokkrir stuðningsmenn enskra liða verið settir í bann og fengið sektir.

Pochettino, þjálfari Tottenham sagði í síðasta mánuði að það þyrfti að drepa rasisma í knattspyrnu eftir að banana var hent inná völlinn í leik Tottenham og Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner