Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. janúar 2019 14:10
Arnar Helgi Magnússon
Teitur Magnússon æfir með OB
Teitur ræðir hér við Gunnlaug Jónsson
Teitur ræðir hér við Gunnlaug Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn bráðefnilegi Teitur Magnússon, leikmaður FH, æfir nú með danska liðinu OB þessa dagana.

Teitur Magnússon er samningsbundinn FH er hann var á láni hjá Þrótti R. síðari hluta tímabilsins í fyrra. Hann lék sex leiki með liðinu og skoraði í þeim eitt mark.

Teitur á að baki sextán leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann er miðvörður.

Hann mun æfa með U19 ára liði OB en hann tekur þátt í móti með liðinu dagana 18-20. janúar. Hann snýr síðan aftur heim 22. janúar.

Félög á borð við Stuttgart og Parma hafa verið að horfa til hans undanfarin ár en í maí skrifaði Teitur undir samning við FH.

Ari Freyr Skúlason og Rúrik Gíslason eru á meðal þeirra Íslendinga sem hafa spilað með félaginu á síðustu árum en enginn Íslendingur er hjá félaginu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner