Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. janúar 2019 18:45
Ívan Guðjón Baldursson
Wagner bað um að yfirgefa Huddersfield
Wagner var eftirsóttur af ýmsum stórliðum síðasta sumar.
Wagner var eftirsóttur af ýmsum stórliðum síðasta sumar.
Mynd: Getty Images
David Wagner hefur gert ótrúlega hluti á tíma sínum við stjórnvölinn hjá Huddersfield og hafnaði hann tilboðum frá ýmsum stórliðum til að halda áfram með félagið eftir síðasta tímabil.

Gengi liðsins hefur þó verið arfaslakt það sem af er tímabils og er félagið á botni ensku úrvalsdeildarinnar, með 11 stig og 13 mörk skoruð eftir 22 umferðir.

Þrátt fyrir slæmt gengi á tímabilinu kom það öllum í opna skjöldu þegar Huddersfield tilkynnti í dag að Wagner hafi hætt störfum hjá félaginu. Dean Hoyle, eigandi Huddersfield, segir að það hafi aldrei komið til greina að reka Wagner.

„David kom til okkar og sagðist ætla að yfirgefa félagið. Hann sagðist geta klárað tímabilið ef við myndum óska þess en eftir góðan fund var tekin ákvörðun um að þetta væri það besta í stöðunni," segir Hoyle.

„Ég átta mig á því að þetta leit út eins og hann hafi verið rekinn en það er ekki svoleiðis. Þetta var algjörlega sameiginleg ákvörðun. Við getum ekki þakkað David nógu mikið fyrir starf sitt í þágu félagsins.

„Hann mun vera vinur minn og þessa félags að eilífu."

Athugasemdir
banner
banner