Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. janúar 2020 21:56
Ívan Guðjón Baldursson
England: Tottenham rétt marði Middlesbrough
Erik Lamela að fagna því sem reyndist vera sigurmark leiksins.
Erik Lamela að fagna því sem reyndist vera sigurmark leiksins.
Mynd: Getty Images
Tottenham 2 - 1 Middlesbrough
1-0 Giovani Lo Celso ('2)
2-0 Erik Lamela ('15)
2-1 George Saville ('83)

Tottenham er komið áfram í næstu umferð enska bikarsins eftir sigur gegn Middlesbrough fyrr í kvöld. Liðin gerðu jafntefli er þau mættust fyrr í mánuðinum og því þurfti að endurspila leikinn.

Lærisveinar Jose Mourinho fóru vel af stað og voru komnir í tveggja marka forystu á fyrsta stundarfjórðungnum. Giovani Lo Celso og Erik Lamela skoruðu mörkin eftir vandræðagang í varnarleik gestanna.

Heimamenn gátu bætt mörkum við fyrir leikhlé en inn vildi boltinn ekki og verðskuldaði Tottenham forystuna þegar flautað var til leikhlés.

Gestirnir mættu þó grimmari út í seinni hálfleikinn og fengu góð færi áður en George Saville, sem kom inn af bekknum, minnkaði muninn með skoti utan teigs á lokakaflanum.

Mark Saville nægði þó ekki og eru lokatölur 2-1 fyrir Tottenham. Tottenham heimsækir Southampton í næstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner