Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. janúar 2020 23:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ingvar Þór Kale leggur allt á hilluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Ingvar Þór Kale er búinn að leggja hanskana á hilluna eftir tæpa tvo áratugi í íslenska boltanum.

Ingvar Þór er 36 ára gamall og fór upp úr 3. deild með Kórdrengjum í fyrra. Hann á 151 leik að baki í efstu deild hér á landi með Víkingi R., Breiðabliki, ÍA og Val.

Hann er einn af fáum Íslendingum sem hefur spilað yfir 10 leiki í hverri deild íslenska boltans. Þá á hann 8 landsleiki að baki fyrir yngri landsliðin.

„Eru ekki allir hressir? Jæja það kemur víst að þessu hjá okkur öllum fyrir rest og en ég ætla að reyna að vera stuttorður með þetta," skrifar Ingvar í færslu á Facebook.

„Hanskarnir, skórnir, legghlífarnar og allur pakkinn er kominn á hilluna góðu. Ég vill nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa komið að mínum ferli og hjálpað mér að eiga geggjuð ár í boltanum kærlega fyrir samveruna, sigrana, og vináttuna í gegnum árin."

Ingvar hefur þrisvar orðið bikarmeistari, tvisvar með Val og einu sinni með Blikum. Þá varð hann Íslandsmeistari með Blikum 2010.
Athugasemdir
banner
banner
banner