Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. janúar 2020 21:44
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalski bikarinn: Inter skellti Cagliari - Auðvelt fyrir Lazio
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Inter er komið í 8-liða úrslit ítalska bikarsins eftir frábæran 4-1 sigur gegn spútnik liði tímabilsins, Cagliari.

Romelu Lukaku spilaði allan leikinn fyrir Inter og skoraði tvennu. Hann gerði fyrsta mark leiksins eftir 22 sekúndur, sneggsta mark sem skorað hefur verið í ítalska boltanum á tímabilinu.

Alexis Sanchez var einnig í byrjunarliðinu en hann er kominn aftur eftir erfið meiðsli og spilaði fyrstu 70 mínúturnar.

Inter verðskuldaði sigurinn og mætir annað hvort Atalanta eða Fiorentina í 8-liða úrslitum.

Inter 4 - 1 Cagliari
1-0 Romelu Lukaku ('1)
2-0 Borja Valero ('22)
3-0 Romelu Lukaku ('49)
3-1 Christian Oliva ('73)
4-1 Andrea Ranocchia ('81)

Lazio tók þá á móti B-deildarliði Cremonese og uppskar auðveldan sigur fjögurra marka sigur.

Patric og Marco Parolo skoruðu í fyrri hálfleik og bætti markavélin Ciro Immobile þriðja markinu við úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Markahæsti maður Serie A var svo tekinn útaf á 72. mínútu til að fá hvíld fyrir næstu umferð í deildinni.

Bastos gerði fjórða mark Lazio og er liðið komið í 8-liða úrslit þar sem næstu andstæðingar eru lærisveinar Gennaro Gattuso í Napoli.

Lazio 4 - 0 Cremonese
1-0 Patric ('10)
2-0 Marco Parolo ('26)
3-0 Ciro Immobile ('58, víti)
4-0 Bastos ('89)
Athugasemdir
banner
banner
banner