Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. janúar 2020 10:53
Elvar Geir Magnússon
Of snemmt að tala um Greenwood og EM
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er ekki hrifinn af þeirri umræðu hvort Mason Greenwood eigi að fara með enska landsliðinu á EM í sumar.

Þessi 18 ára sóknarmaður hefur skorað níu mörk í 26 leikjum á tímabilinu og á bjarta framtíð.

Mögulegt er að Harry Kane, fyrirliði Englands, missi af EM vegna meiðsla og Jamie Vardy hefur ekki í hyggju að gefa kost á sér aftur.

Solskjær finnst þó fólk vera að fara fram úr sér með því að tala um Greenwood og EM. Hann vill að strákurinn fái tíma og frjálsræði til að þróa og bæta sig án þess að vera með pressuna sem fylgir enska landsliðinu.

„Ég spái því að Mason muni eiga flottan og langan feril. Leyfum stráknum að festa sig í sessi með okkar liði áður en við tölum um England og EM," segir Solskjær.

„Hans einbeiting verður að vera á að spila meira fyrir okkur og bæta sig. Það er nýbúið að velja hann í U21-landsliðið svo hann er að einbeita sér að sínum leik."

Bruno Fernandes, miðjumaður Sporting Lissabon, hefur verið sterklega orðaður við United. Solskjær vildi lítið tjá sig um þau mál á fréttamannafundi dagsins.

„Ég er ekki með neinar fréttir af leikmannamálum. Þegar það er eitthvað að frétta þá látum við ykkur vita," segir Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner