Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 14. janúar 2021 18:00
Elvar Geir Magnússon
Hvar endar Upamecano næsta sumar?
Dayot Upamecano.
Dayot Upamecano.
Mynd: Getty Images
RB Leipzig ætlar ekki að selja miðvörðinn Dayot Upamecano í þessum mánuði, þó hann geti yfirgefið félagið fyrir rúmlega 37 milljónir punda í sumar.

Þessi 22 ára Frakki er með riftunarákvæði í samningi sínum og tekur það ákvæði gildi í sumar,

Þýska liðið er hinsvegar í titilbaráttunni, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern München, og á leik gegn Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Mörg úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á að fá Upamecano, þar á meðal Liverpool, Chelsea og Manchester United. Bayern hefur einnig áhuga.

Upamecano kom frá Red Bull Salzburg 2017 og hefur leikið meira en 80 leiki í þýsku Bundesligunni fyrir Leipzig. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Frakkland á síðasta ári.

Leipzig býr sig undir að missa Upamecano og skoðar hvaða menn gætu fyllt í skarðið. Á óskalistanum er meðal annars Mohamed Simakan hjá Strasbourg.
Athugasemdir
banner
banner
banner