Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 14. janúar 2022 13:53
Elvar Geir Magnússon
Þetta sagði Rangnick á fréttamannafundi - Þjálfarar eru ekki þolinmóðir
Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri
Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri
Mynd: EPA
Manchester United heimsækir Aston Villa klukkan 17:30 á morgun og Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri United, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Hér má sjá samantekt á því helsta sem þar kom fram.

Um leikinn:
„Við vitum af fenginni reynslu hvaða áskorun þetta verður. Við unnum þá í bikarnum um síðustu helgi. Nú snýst þetta um að sýna okkar besta til að vinna á Villa Park."

Hefur enska úrvalsdeildin komið þér á óvart?
„Ég myndi ekki segja að hún hafi komið mér á óvart. Það sem hefur komið mér á óvart eru hvað liðin í neðri hlutanum eru líkamlega erfið og vel skipulögð. Þú getur tapað þessum leikjum. Þegar topplið mæta botnliðum í Þýskalandi eru sigrarnir venjulega mjög öruggir."

Um stöðuna á Jadon Sancho, Harry Maguire og Cristiano Ronaldo:
„Ég vonast eftir því að þeir verði allir klárir í slaginn. Ronaldo æfði í fyrsta sinn í vikunni í gær, Maguire daginn á undan. Við sjáum hvernig síðasa æfingin tekst til."

Er liðið að taka framförum undir þinni stjórn?
„Þetta er verk í farvegi. Ég var algjörlega meðvitaður um að þetta myndi ekki breytast á einni nóttu. Við höfum ekki tekið skrefin eins hratt og ég vonaðist eftir. Sem þjálfari ertu aldrei þolinmóður, þú vilt þróa hlutina hraðar."

Um varamarkvörðinn Dean Henderson:
„Ég sagði honum að ég vildi halda honum. Hann er magnaður markvörður og ég vil hafa hann um borð. Ég sýni því skilning að hann vill spila en við erum í þremur keppnum. Ég get líka skilið að hann vilji vera númer eitt."

Um Donny van de Beek:
„Það er sama staða með hann. Ég er ánægður með að hafa hann í hópnum. Ég spjallaði við hann fyrir tveimur vikum og ráðlagði honum að vera áfram. Hann vill spila á HM og landsliðsþjálfari Hollands, Louis van Gaal, sagði honum að hann þyrfti að spila hjá sínu félagsliði."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 33 23 5 5 77 26 +51 74
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner