Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 14. janúar 2023 11:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í Manchester slagnum: Risa tækifæri fyrir Wan-Bissaka
Mynd: EPA

Manchester slagurinn hefur sjaldan verið jafn stór og nú en liðin sitja í 2. og 4. sæti deildarinnar. United getur komist einu stigi frá City með sigri í dag.


Leikurinn fer fram á Old Trafford en heimamenn gera níu breytingar frá sigrinum gegn Charlton í enska deildabikarnum í vikunni.

Aaron Wan-Bissaka er í bakverðinum þar sem Diogo Dalot er frá vegna meiðsla en Wan-Bissaka hefur ekki náð að heilla í rauðu treyjunni. Þá er Luke Shaw mættur aftur í miðvörðinn á kostnað Raphael Varane.

Wout Weghorst er ekki mættur í leikmannahópinn eftir komu sína á láni frá Burnley í gær.

Pep Guardiola gerir átta breytingar á liði City sem féll úr leik í deildabikarnum eftir tap gegn Southampton. Rico Lewis hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína hjá liðinu á þessari leiktíð en Pep treystir á reynsluna í dag. Kyle Walker byrjar í hægri bakverði.

Ederson, Manuel Akanji og Nathan Ake koma inn í vörnina frá tapinu gegn Southampton.

Man Utd: De Gea; Wan-Bissaka, Varane, Shaw, Malacia; Casemiro, Fred, Eriksen; Fernandes, Martial, Rashford.

Man City: Ederson; Walker, Akanji, Ake, Cancelo; Rodri, De Bruyne, Bernardo; Mahrez, Haaland, Foden.


Athugasemdir
banner
banner
banner