Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 14. janúar 2023 18:25
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Brighton og Liverpool: March frábær en ekki hægt að segja það sama um Trent
Alexander-Arnold átti erfiðan leik í hægri bakvörðinn
Alexander-Arnold átti erfiðan leik í hægri bakvörðinn
Mynd: EPA
Leikmenn Liverpool buðu upp á afleita frammistöðu í 3-0 tapinu gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Trent Alexander-Arnold var slakasti maður vallarins að mati Sky Sports.

Ekkert gekk upp hjá Liverpool sem var alltaf skrefinu á eftir Brighton í leiknum.

Solly March skoraði tvö fyrir heimamenn og þá gerði Danny Welbeck eitt eftir að hafa farið illa með Joe Gomez í vörninni. March var valinn besti maður leiksins með 9 á meðan þeir Alexis Mac Allister og Kaoru Mitoma voru með 8.

Alexander-Arnold, sem virkaði áhugalaus oft á köflum í vörn Liverpool, fær 3 og var slakasti maður vallarins. Joel Matip fær þá 4.

Brighton: Sanchez (7), Gross (7), Dunk (7), Colwill (7), Estupinan (7), Caicedo (7), Mac Allister (8), March (9), Lallana (7), Mitoma (8), Ferguson (7).
Varamenn: Welbeck (7), Veltman (7).

Liverpool: Alisson (6), Alexander-Arnold (3), Matip (4), Konate (5), Robertson (5), Henderson (5), Fabinho (6), Thiago (6), Salah (6), Gakpo (5), Oxlade-Chamberlain (5).
Varamenn: Keita (6), Doak (6), Elliott (6), Gomez (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner