Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 14. janúar 2023 23:20
Brynjar Ingi Erluson
Flugu til Tyrklands og tóku Mudryk með sér í bakaleiðinni
Mykhailo Mudryk
Mykhailo Mudryk
Mynd: Getty Images
Sky Sports segir frá því hvernig Chelsea fór að því að stela Mykhailo Mudryk fyrir framan nefið á Arsenal en hann mun gangast undir læknisskoðun hjá Chelsea á morgun.

Það er ekkert launungarmál að Arsenal var að leiða kapphlaupið um Mudryk í gær.

Félagið hafði lagt fram annað tilboð sitt í leikmanninn eftir að hafa verið í viðræðum við Shakhtar síðustu vikur en allt breyttist í dag.

Behdad Eghbali, einn af eigendum Chelsea, flaug til Antalya í Tyrklandi í dag þar sem Shakhtar er í æfingaferð og hóf viðræður við úkraínska félagið.

Mudryk, sem var valinn leikmaður ársins hjá félaginu, hefur æft þar síðustu daga og beið rólegur á meðan félögin ræddu sín á milli, en það tók aðeins nokkrar klukkustundir áður en samkomulag náðist.

Chelsea greiðir 90 milljónir punda og gerir Mudryk langtímasamning við Lundúnarliðið.

Með Eghbali í för var Paul Winstanley, en hann er yfir félagaskiptum félagsins um allan heim. Eftir að samkomulag náðist fór Mudryk með þeim félögum í einkaþotu til Lundúna og mun leikmaðurinn gangast undir læknisskoðun á morgun áður en hann skrifar undir sjö ára samning.

Chelsea og Shakhtar hafa bæði staðfest að viðræðurnar séu komnar langt á veg, en eftir situr Arsenal með sárt ennið.
Athugasemdir
banner
banner
banner