Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 14. janúar 2023 18:52
Brynjar Ingi Erluson
Henderson: Allt fór úrskeiðis
Jordan Henderson
Jordan Henderson
Mynd: EPA
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir að allt hafi farið úrskeiðis í 3-0 tapinu gegn Brighton á Amex-leikvanginum í dag, en hann segir að hlutirnir hafi ekki verið í lagi í langan tíma.

Liverpool var alltaf skrefinu á eftir Brighton í dag og náði í raun aldrei að finna taktinn.

Spilamennska liðsins hefur verið afar döpur upp á síðkastið en Henderson og liðsfélagar hans eru staðráðnir í að koma liðinu aftur á réttan kjöl.

„Allt. Það fór allt úrskeiðis frá fyrstu mínútu og fram að síðustu. Brighton var betra á öllum sviðum fótboltans. Þetta er lágpunktur fyrir okkur sem lið. Við verðum að vera samheldnir því þetta er erfiður kafli en við þurfum bara að halda hópinn og reyna að breyta hlutunum og það strax. Við verðum að læra og bregðast við þessu.“

„Það var ekki bara einn hlutur. Það var margt sem fór úrskeiðis og það hefur eitthvað ekki verið í lagi í einhvern tíma. Það vita allir og við vitum að við getum betur. Ég tek ábyrgð og það gera strákarnir líka. Við verðum að laga þetta.“

„Sennilega. Ég man ekki eftir verri frammistöðu og þetta var mjög svo erfiður dagur.“

„Auðvitað eru þetta vonbrigði. Við vitum að við getum spilað betur og gefið meira. Við verðum að halda áfram að vinna,“
sagði Henderson.
Athugasemdir
banner
banner
banner