Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. janúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Milan og Inter þurfa sigra
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Það eru þrír leikir á dagskrá í ítalska boltanum í dag og í kvöld þar sem AC Milan og Inter, stórveldin frá Mílanóborg, þurfa sigra í sínum leikjum til að reyna að halda í við topplið Napoli.


Napoli rúllaði yfir Juventus í toppslag í gærkvöldi og er með tíu stiga forystu. Milan og Inter eiga leiki til góða í kvöld og geta Ítalíumeistararnir í Milan minnkað bilið aftur niður í sjö stig með sigri á útivelli gegn Lecce.

Þórir Jóhann Helgason er á mála hjá Lecce en verður ekki með í dag vegna meiðsla. Nýliðar Lecce eru óvænt í þægilegri stöðu um miðja deild, þó með ekki nema 19 stig eftir 17 umferðir. Staðan í neðri hluta Serie A er nokkuð furðuleg þar sem aðeins fjögur stig skilja ellefta sætið að frá því sautjánda.

Inter, sem er í fjórða sæti, getur jafnað Juventus á stigum í þriðja sæti með sigri á heimavelli gegn fallbaráttuliði Verona.

Fyrsti leikur dagsins er nýliðaslagur á milli Cremonese og Monza.

Stöð 2 Sport 2 sýnir leiki úr ítalska boltanum.

Leikir dagsins:
14:00 Cremonese - Monza 
17:00 Lecce - Milan
19:45 Inter - Verona


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 33 18 10 5 45 24 +21 64
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
7 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
8 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Cagliari 33 7 11 15 34 54 -20 32
14 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner