Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 14. janúar 2023 20:11
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Milan bjargaði andliti - Monza vann nýliðaslaginn
Rafael Leao skoraði og það gerði Theo Hernandez  vissulega líka, en í eigið net
Rafael Leao skoraði og það gerði Theo Hernandez vissulega líka, en í eigið net
Mynd: EPA
Ítalíumeistarar AC Milan lentu í miklum erfiðleikum með nýliða Lecce í Seríu A í dag en Mílanó-liðið bjargaði stigi eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Milan lenti marki undir á 3. mínútu er Theo Hernandez fékk boltann í bringuna og í eigið net eftir fyrirgjöf frá vinstri.

Lecce tvöfaldaði forystuna tuttugu mínútum síðar er Federico Baschirotto skoraði með skalla eftir vel útfærða hornspyrnu.

Meistararnir svöruðu í síðari hálfleik. Rafael Leao minnkaði muninn á 58. mínútu og tólf mínútum síðar jafnaði Davide Calabria með skalla.

Þórir Jóhann Helgason sat allan tímann á bekknum hjá Lecce en hann er að koma til baka eftir meiðsli. Milan er í 2. sæti með 38 stig en Lecce í 12. sæti með 20 stig.

Monza vann þá Cremonese í nýliðaslag, 3-2. Gestirnir í Monza náðu þriggja marka forystu í leiknum. Patrick Ciurria skoraði á 8. mínútu og þá bætti Gianluca Caprari við tveimur mörkum, annað þeirra úr víti. Cremonese kom til baka í síðari hálfleik en það reyndist of seint.

Úrslit og markaskorarar:

Cremonese 2 - 3 Monza
0-1 Patrick Ciurria ('8 )
0-2 Gianluca Caprari ('19 , víti)
0-3 Gianluca Caprari ('55 )
1-3 Daniel Ciofani ('67 )
2-3 Cyriel Dessers ('83 )

Lecce 2 - 2 Milan
1-0 Theo Hernandez ('3 , sjálfsmark)
2-0 Federico Baschirotto ('23 )
1-2 Rafael Leao ('58 )
1-3 Davide Calabria ('70 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner