Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 14. janúar 2023 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool og Chelsea þurfa að bíða eftir Bennacer
Mynd: Getty Images

Hinn eftirsótti Ismaël Bennacer er búinn að skrifa undir nýjan samning við Ítalíumeistara AC Milan sem gildir í fjögur og hálft ár.


Bennacer er 25 ára miðjumaður og eru Liverpool og Chelsea meðal félaga sem hafa spurst fyrir um hann undanfarna mánuði. Hann sýndi Milan tryggð með að skrifa undir samning en í honum er sérstakt söluákvæði sem virkjast eftir næstu leiktíð - eða sumarið 2024. 

Söluákvæðið hljóðar upp á 50 milljónir evra og því er ljóst að áhugasöm félög geta keypt þennan alsírska landsliðsmann þarnæsta sumar.

Bennacer, sem á 44 leiki fyrir Alsír, spilaði 40 leiki með Milan á síðustu leiktíð og hefur komið við sögu í hverjum einasta leik á yfirstandandi leiktíð.

Til gamans má geta að Bennacer var á mála hjá Arsenal frá 2015 til 2017 en félagið seldi hann til Empoli fyrir tæpa eina milljón punda.


Athugasemdir
banner
banner