Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. janúar 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nistelrooy vonast til að halda Madueke undan klóm Chelsea
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Ruud van Nistelrooy, þjálfari PSV Eindhoven, missti Cody Gakpo til Liverpool í upphafi janúargluggans og vonast núna til að missa ekki Noni Madueke til Chelsea.


Madueke er enskur kantmaður sem hefur skorað 20 mörk og gefið 14 stoðsendingar í 79 keppnisleikjum með PSV.

Hann er aðeins 20 ára gamall og á 6 mörk í 24 yngri landsleikjum með Englandi.

Sky Sports er meðal fjölmiðla sem halda því fram að Chelsea sé í viðræðum um kaup á Madueke.

„Það geta aftur komið upp aðstæður eins og með Gakpo þar sem toppfélag kemur með mikilvægt tilboð," sagði Nistelrooy í gær. „Ég vonast til að halda Noni hjá félaginu en við verðum að bíða og sjá."

Madueke er hægri kantmaður að upplagi og var partur af akademíustarfi hjá Tottenham og Crystal Palace áður en hann flutti til Hollands.

Sky Sports heldur því einnig fram að Chelsea sé enn í viðræðum við Shakhtar Donetsk um kaup á Mykhailo Mudryk, en leikmaðurinn vill frekar fara til Arsenal.

Samvkæmt hollenskum fjölmiðlum er Chelsea búið að bjóða 30 milljónir evra fyrir Madueke. PSV er sagt vilja 45 milljónir.


Athugasemdir
banner
banner