Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. janúar 2023 18:09
Brynjar Ingi Erluson
Óheppnin eltir Jón Daða sem fór meiddur af velli
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Bolton Wanderers, hefur verið óheppinn með meiðsli á tímabilinu og heldur sú óheppni áfram að elta hann, en framherjinn fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í 3-0 sigrinum á Portsmouth í C-deildinni í dag.

Stuðningsmenn Bolton eru sammála um það að besta byrjunarliðið inniheldur þá Jón Daða og Dion Charles í framlínunni en þeir eru með 20 mörk sín á milli á tímabilinu.

Það var því mikill skellur er Jón Daði labbaði af velli á 37. mínútu leiksins vegna meiðsla en hann fann til í ökklanum eftir að hafa lent illa eftir skallaeinvígi.

Ekki hefur komið fram hvort meiðslin séu af alvarlegum toga en það ætti að koma betur í ljós síðar í dag.

Bolton er í 5. sæti C-deildarinnar með 44 stig eftir sigur dagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner