Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. janúar 2023 17:50
Brynjar Ingi Erluson
Reykjavíkurmótið: Góð byrjun hjá Víkingum
Helgi Guðjónsson skoraði tvö fyrir Víkinga
Helgi Guðjónsson skoraði tvö fyrir Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 4 - 1 ÍR
1-0 Helgi Guðjónsson ('17 )
2-0 Ari Sigurpálsson ('45 )
3-0 Helgi Guðjónsson ('55 )
4-0 Birnir Snær Ingason ('57 )
4-1 Óliver Elís Hlynsson ('83 )

Bikarmeistarar Víkings byrjuðu Reykjavíkurmótið vel í dag með því að vinna ÍR, 4-1, á Víkingsvelli.

Víkingar leiddur með tveimur mörkum gegn engu í hálfleik en mörkin skoruðu þeir Helgi Guðjónsson og Ari Sigurpálsson.

Helgi bætti við öðru marki sínu í byrjun síðari hálfleiks og gerði Birnir Snær Ingason þá fjórða markið.

Matthías Vilhjálmsson var í byrjunarliði Víkinga en hann kom til félagsins frá FH eftir síðasta tímabil.

Óliver Elís Hlynsson klóraði í bakkann fyrir ÍR-inga undir lokin og lokatölur 4-1.

Víkingar skoruðu einnig fjögur mörk í fyrsta leik Reykjavíkurmótsins á síðasta ári er liðið vann Fylki, 4-3.
Athugasemdir
banner
banner
banner