Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 14. janúar 2023 19:02
Brynjar Ingi Erluson
Shakhtar staðfestir viðræður við Chelsea - „Stutt í samkomulag“
Mykhailo Mudryk mun spila fyrir þá bláklæddu í Lundúnum
Mykhailo Mudryk mun spila fyrir þá bláklæddu í Lundúnum
Mynd: EPA
Shakhtar Donetsk staðfesti rétt í þessu viðræður við Chelsea um úkraínska leikmanninn Mykhailo Mudryk. Hann er að öllu óbreyttu á leið til Chelsea.

David Ornstein hjá Athletic sagði frá því í dag að Mudryk væri á leið til Chelsea og að félögin væru búin að ná samkomulagi um kaupverð.

Það er talið vera í kringum 90 milljónir punda en Shakhtar vill þó ekki alveg staðfesta samkomulagið.

Félagið hefur nú staðfest viðræður við Behdad Eghbali, meðeiganda Chelsea og kemur þar fram að félögin séu að færast nær samkomulagi um Mudryk.

Þessi yfirlýsing gefur til kynna að Mudryk sé á leið til Chelsea en ekki Arsenal eins og haldið var í fyrstu.

Arsenal hafði verið í viðræðum við Shakhtar síðustu vikur og lagt fram tvö tilboð áður en Chelsea hoppaði inn í viðræðurnar og stal honum fyrir framan nefið á nágrönnum sínum í Arsenal.

„Rinat Akhmetovic, forseti Shakhtar og Behdad Eghbali, meðeigandi Chelsea, ræddu félagaskipti Mykhailo Mudryk til Chelsea í dag. Aðilarnir eru mjög nálægt því að ná samkomulagi um félagaskipti hans til Chelsea,“ segir í yfirlýsingu Shakhtar.


Athugasemdir
banner
banner