Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. janúar 2023 13:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stjórnarmönnum Everton ráðlagt að halda sig heima
Mynd: Getty Images

Everton fær Southampton í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í dag en stjörnarmönnum liðsins hefur verið ráðlagt að mæta ekki á leikinn þar sem talið er að öryggi þeirra sé ógnað.


Stjórnarmenn liðsins áttu erfitt með að samþykkja það en gerðu það að lokum. Stuðningsmenn hafa skipulagt mótmæli kringum leikinn.

Mikil pressa er á Frank Lampard stjóra liðsins þar sem liðið er í fallsæti og ekki unnið leik í síðustu sjö leikjum.

Stuðningsmenn liðsins eru alls ekki sáttir með aðgerðarleysi stjórnarinnar en mótmælin snúa að stjótnendum félagsins en ekki Lampard eða leikmönnum.


Athugasemdir
banner