Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. janúar 2023 00:05
Elvar Geir Magnússon
Sverrir Páll sagður á leið til ÍBV
Sverrir Páll Hjaltested.
Sverrir Páll Hjaltested.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Sverrir Páll Hjaltested er á leið frá Val til ÍBV, en þetta segir Dr. Football á Twitter.

Sverrir er 22 ára og var lánaður í Kórdrengi í fyrra. Þar höfðu meiðsli talsverð áhrif á tímabil hans en hann skoraði 6 mörk í 14 leikjum í Lengjudeildinni. Í Mjólkurbikarnum skoraði hann 4 mörk í 3 leikjum.

Árið á undan spilaði hann 17 leiki með Val í Pepsi Max-deildinni og skoraði eitt mark. Þar að auki gerði hann þrjú mörk í Mjólkurbikarnum.

Hann er uppalinn í Víkingi en samdi við norska liðið Tromsö árið 2016 áður en hann snéri aftur heim tveimur árum síðar og samdi við Val.

ÍBV hafnaði í áttunda sæti Bestu-deildarinnar í fyrra en í vikunni var staðfest að sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason væri búinn að yfirgefa félagið þar sem hann og fjölskylda hans verða búsett á höfuðborgarsvæðinu.


Athugasemdir
banner
banner