Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. janúar 2023 12:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag: Sir Alex sagði að deildin byrji í apríl
Mynd: Getty Images

Erik ten Hag stjóri Manchester United hefur byrjað feril sinn hjá félaginu frábærlega en liðið hefur tækifæri til að komast sex stigum frá toppnum með sigri á Manchester City í dag.


Ten Hag tók við liðinu undir lok síðasta tímabils en liðið hefur verið í miklum erfiðleikum eftir að Sir Alex Ferguson hætti með liðið á sínum tíma.

Ten Hag vitnaði í Sir Alex þegar hann var spurður út í titilbaráttuna á fréttamannafundi fyrir stórleik dagsins.

„Ég hugsa ekki um hana, ég veit að það snýst um að vera á toppum en ég læt mig ekki dreyma. Ég þarf að þróa liðið. Það er janúar og deildin ekki hálfnuð. Ekki ræða þetta, Sir Alex sagði að deildin byrji í apríl," sagði Ten Hag.

Liðið hefur aðeins tapað einum leik af síðustu fjórtán í öllum keppnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner