Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 14. janúar 2023 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja ekki missa Nubel til Bayern
Alexander Nübel gegn Kylian Mbappé.
Alexander Nübel gegn Kylian Mbappé.
Mynd: EPA

FC Bayern er í leit að markverði til að fylla í skarð hins meidda Manuel Neuer. Félagið treystir Sven Ulreich ekki sem aðalmarkverði út tímabilið og eru Yann Sommer og Alexander Nübel efstir á óskalistanum.


Vandamálið þar er að Sommer, 34 ára, rennur út á samningi næsta sumar og neitar Borussia Mönchengladbach að selja hann ódýrt.

Nubel er aftur á móti samningsbundinn Bayern en á láni hjá Mónakó án endurkallsmöguleika. Hann hefur verið að standa sig vel í franska boltanum.

„Mónakó sagði mér að þeir hafa engan áhuga á að hleypa mér aftur til Bayern. Þessir orðrómar eru eðlilegir en ég er ekkert að spá í þeim. Eins og staðan er í dag þá er ég leikmaður Mónakó og er einbeittur að því að gera vel fyrir félagið," segir Nübel. 

Hasan Salihamidzic, stjórnandi hjá Bayern, viðurkenndi í dag að það væri að reynast Bæjörum afar erfitt að fá Nübel aftur til baka úr láninu.

Bayern þarf því líklegast að finna sér nýjan markvörð eða leggja traustið á Ulreich.


Athugasemdir
banner