Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. janúar 2023 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Young eftir einvígið við Gnonto: Illt í bakinu í hálfleik
Mynd: Aston Villa
Mynd: EPA

Ashley Young stóð sig frábærlega í bakvarðarstöðunni hjá Aston Villa sem lagði Leeds United að velli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.


Young fékk það hlutverk að passa uppá gríðarlega sprækan Wilfried Gnonto og stóð sig vel í sínu verkefni. Gnonto tókst hvorki að skora né leggja upp þrátt fyrir að vera allt í öllu í sóknarleik Leeds. Ítalski framherjinn var óheppinn að komast ekki á blað en Young átti stóran þátt í þeirri óheppni.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en við vorum stórkostlegir og gerðum vel að halda þetta út gegn sterkum andstæðingum. Við þurftum á þessum sigri að halda, þetta eru dýrmæt stig," sagði Young að leikslokum.

„Þetta var góð barátta við Gnonto - mér var illt í bakinu í hálfleik."

Young lauk viðtalinu á því að hrósa Leon Bailey sem var valinn sem maður leiksins. Bailey skoraði fyrsta mark leiksins á þriðju mínútu og átti stóran þátt í öðru markinu.

„Leon hefur verið stórkostlegur. Hann er búinn að leggja mikla vinnu á sig og það er að skila sér."

Young, sem verður 38 ára næsta sumar, ætlar að sjá til hvort hann hafi kraftinn í að taka annað tímabil í ensku úrvalsdeildinni eftir að þessu lýkur.

Þess má geta að Young, Bailey og Gnonto fengu allir 9 af 10 mögulegum í einkunnagjöf Sky Sports.


Athugasemdir
banner
banner
banner