mið 14. febrúar 2018 18:38
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Lovren og Henderson byrja
Fylgst með í úrslitaþjónustu á forsíðu
Van Dijk spilar sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni.
Van Dijk spilar sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni.
Mynd: GettyImages
Það eru alvöru leikir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Liverpool heimsækir Porto á Drekavelli og Evrópumeistarar síðustu tveggja ára í Real Madrid fá Neymar og félaga í Paris Saint-Germain í heimsókn.

Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:45 en þetta eru fyrri viðureignir þessara liða.

Liverpool er að fara að spila sinn fyrsta útsláttarleik í Meistaradeildinni síðan 2009. Loris Karius heldur sæti sínu í markinu en Emre Can er ekki með sökum leikbanns.

Byrjunarlið Porto: José Sá; Ricardo, Reyes, Marcano, Alex Telles, Herrera, Sérgio Oliveira, Otávio, Brahimi, Marega, Soares.

Byrjunarlið Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Van Dijk, Lovren, Robertson, Milner, Henderson, Wijnaldum, Mane, Salah, Firmino.

22 ára varnarmaður, Presnel Kimpembe, er í byrjunarliði PSG. Athyglisvert er að Thiago Silva, fyrirliði franska stórliðsins, er settur á bekkinn. Stór yfirlýsing frá Unai Emery þjálfara. Thiago Motta er einnig á bekknum.

Gareth Bale byrjar á bekknum hjá Madrídarliðinu. Risaslagur framundan á Spáni!

Byrjunarlið Real Madrid: Navas, Marcelo, Ramos, Varane, Nacho, Modric, Casimiro, Isco, Ronaldo, Kroos, Benzema.

Byrjunarlið PSG: Areola; Dani Alves, Marquinhos, Kimpembe, Berchiche; Rabiot, Lo Celso, Verratti; Mbappé, Cavani, Neymar.


Embed from Getty Images
Athugasemdir
banner
banner
banner