mið 14. febrúar 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Klopp: Firmino er ekki lengur vanmetinn
Firmino fagnar marki.
Firmino fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur hrósað Roberto Firmino fyrir framlag sitt á tímabilinu. Firmino er kominn með samtals tuttugu mörk í öllum keppnum.

„Þegar ég kom hingað sagði ég strax að ég væri ánægður með að hafa Roberto hér," sagði Klopp.

„Ég held að hann hafi ekki stigið sérstaklega upp að undanförnu heldur er Phil Coutinho ekki lengur að skyggja á hann."

„Hann er mjög mikilvægur leikmaður og hann þarf ekki alltaf að standa upp úr."

„Er hann vanmetinn? Ég held ekki, ekki lengur. Ég veit ekki hvað öðru fólki finnst um Roberto Firmino en fólk með fótboltaheila dæmir hann rétt."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner