mið 14. febrúar 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristófer Ingi skoraði með varaliði Willem II
Mynd: Stjarnan
Kristófer Ingi Kristinsson var á skotskónum fyrir varalið Willem II í hollenska boltanum í gærkvöldi.

Hann skoraði eitt af þremur mörkum Willem II í góðum 3-2 sigri á varaliði NEC. Hin tvö mörkin skoraði Jop van der Linden.

Kristófer er 18 ára sóknarmiðjumaður sem kom til Willem II frá Stjörnunni 2016. Hann hefur leikið fyrir U17 og U19 landslið Íslands.

Kristófer hefur undanfarnar vikur æft með aðalliði Willem II og á dögunum var hann í fyrsta sinn í hóp hjá aðalliðinu, gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni.

Kristófer kom hins vegar ekki við sögu í leiknum, hann sat allan tímann á varamannabekknum.



Athugasemdir
banner
banner