Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 14. febrúar 2018 21:05
Elvar Geir Magnússon
Segir að Dembele ætti að vera í Real Madrid núna
Mousa Dembele, miðjumaður Tottenham.
Mousa Dembele, miðjumaður Tottenham.
Mynd: Getty Images
Les Ferdinand, fyrrum sóknarmaður Tottenham, segist svekktur yfir því hvernig ferill Mousa Dembele hjá félaginu hafi þróast. Hann hafði spáð því að Dembele yrði næsti leikmaður til að feta í fótspor Gareth Bale og fara til Real Madrid.

Þessi öflugi belgíski miðjumaður kom frá Fulham 2012 en meiðsli hafa hamlað ferli hans í norðurhluta London.

Dembele var geggjaður í sigri Tottenham gegn Arsenal um síðustu helgi og líka í 2-2 jafnteflinu gegn Juventus í Meistaradeildinni í gær.

Ferdinand segir að þessar frammistöður séu þó of sjaldgæfar frá Dembele.

„Ég ætla að vera hreinskilinn. Mousa hefur ollið mér vonbrigðum. Ég hélt að hann myndi verða næsti leikmaður sem færi frá Spurs og yrði keyptur til Real Madrid," segir Ferdinand.

„Hann er með hæfileikana til þess. Hann hefur orðið fyrir nokkrum meiðslum en hann hefur ekki náð þeim hæðum sem ég hélt að hann myndi ná. Þegar hann spilar sérðu hversu mikilvægur hann er."

Liðsfélagar Dembele hjá Tottenham hafa miklar mætur á honum og velja hann nær undantekningalaust sem besta leikmann liðsins í viðtölum.
Athugasemdir
banner
banner