Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 14. febrúar 2018 18:10
Elvar Geir Magnússon
Wenger: Þessi regla þarf að hverfa
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger er ósammála reglunni sem kemur í veg fyrir að Pierre-Emerick Aubameyang geti spilað með Arsenal í Evrópudeildinni. Við fjölluðum um þessa reglu fyrr í dag.

Þrátt fyrir að Aubameyang hafi ekki spilað í Evrópudeildinni á þessu tímabili er hann ekki löglegur með Arsenal í keppninni þar sem Dortmund er komið í hana.

„Ég veit að öll félög eru sammála því að þessi regla þurfi að hverfa. Hún er glórulaus," sagði Wenger á fréttamannafundi í Svíþjóð en Arsenal mætir Östersund í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun.

Alexandre Lacazette verður frá í sex vikur og fastlega gert ráð fyrir því að Danny Welbeck verði í fremstu víglínu á morgun. Wenger segir að Welbeck hafi litið vel út á æfingum.

„Besta staða Welbeck er sem fremsti maður og þarna fær hann tækifæri til að gera góða hluti."

Uppgangur Östersund hefur verið ótrúlegur en sænsku bikarmeistararnir komust upp úr riðli sem innihélt Athletic Bilbao og Herthu Berlín.

„Þegar ég skoðaði leikina þeirra þá skildi ég af hverju liðinu gekk svona vel gegn Bilbao og Berlín. Þetta var engin tilviljun," segir Wenger.

Sjá einnig:
Þjálfarinn klárlega ástæða árangurs Östersund
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner