Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. febrúar 2019 19:06
Arnar Helgi Magnússon
Al Arabi tapaði fyrsta leik eftir hlé - Bony skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgrímsson og hans lið, Al Arabi, þurfti að sætta sig við tap í fyrsta leik katörsku deildarinnar eftir langt hlé.

Liðið mætti Al Rayyan en fyrir leikinn munaði fjórum stigum á liðunum í deildinni.

Heimamenn í Al Rayyan komust yfir á þrettándu mínútu með marki frá Gelmin Rivas. Koh Myong-Jih tvöfaldaði forystu liðsins tæpum átta mínútum síðar.

Wilfried Bony klóraði í bakkann fyrir Al Arabi eftir tæplega sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Bony kom til liðsins í janúar en hann hefur leikið með liðum á borð við Manchester City og Swansea.

Gelmin Rivas bætti sínu öðru marki við og þriðja marki Al Rayyan á 66. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki.

Eftir leik kvöldsins situr Al Arabi í 6. sæti deildarinnar en liðið á næsa leik gegn Al Shahanian eftir viku.



Athugasemdir
banner
banner
banner