Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. febrúar 2019 18:46
Arnar Helgi Magnússon
Byrjunarlið Chelsea og Malmö: Arnór byrjar - Hazard á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Arnór Ingvi Traustason er í byrjunarliði Malmö sem að mætir Chelsea í kvöld.

Sjö leikir hefjast klukkan 20:00 í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Tveir leikir verða þá í beinni útsendingu, það er leikur Celtic og Valencia annars vegar og hins vegar leikur Malmö og Chelsea.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig Chelsea kemur inn í þennan leik eftir 6-0 tapið gegn Manchester City um síðustu helgi.

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea gerir nokkrar breytingar á sínu liði frá tapinu gegn City. Lykilmenn á borð við Eden Hazard, N'Golo Kante og Rudiger eru allir á varamannabekk Chelsea í kvöld.

Gonzalo Higuain byrjar leikinn einnig á bekknum.

Byrjunarlið Malmö: Dahlin; Vindheim, Nielsen, Bengtsson, Safari; Traustason, Christiansen, Bachirou, Rieks; Rosenberg, Antonsson.

Byrjunarlið Chelsea Kepa; Azpilicueta, David Luiz, Christensen, Emerson; Barkley, Jorginho, Kovacic; Willian, Giroud, Pedro.




Leikirnir sem að hefjast klukkan 20:00 í Evrópudeildinni:
20:00 Viktoria Plzen - Dinamo Zagreb
20:00 Club Brugge - Salzburg
20:00 Zürich - Napoli
20:00 Shakhtar Donetsk - Eintracht Frankfurt
20:00 Celtic - Valencia (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Sporting Lissabon - Villarreal
20:00 Malmö - Chelsea (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner