Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 14. febrúar 2019 18:00
Magnús Már Einarsson
David James trúði ekki veðrinu á Íslandi
Benjani týndi símanum
Hermann og James í leik með ÍBV sumarið 2013.
Hermann og James í leik með ÍBV sumarið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það vakti mikla athygli þegar Hermann Hreiðarsson fékk David James til ÍBV sem spilandi aðstoðarþjálfara hjá ÍBV árið 2013. James lék meðal annars með Liverpool og enska landsliðinu á löngum og farsælum ferli sínum.

„Við vorum engir brjálaðir vinir áður. Við vorum búnir að eiga okkar rimmur og ég hafði gaman að tala um fótbolta við hann. Hann hafði sterka skoðun á hinu og þessu og ég taldi mikilvægt að hafa einhvern með mér sem hafði sterka skoðun og liggur ekki á henni," sagði Hermann í Miðjunni á Fótbolta.net í vikunni aðspurður út í hvernig það kom til að James kom til ÍBV.

James var 43 ára þegar hann varði mark ÍBV en hann spilaði 17 leiki í Pepsi-deildinni.

„Ég held að áhorfendatölur í Eyjum hafi tvöfaldast. Þetta var ótrúlega skemmtilegt sumar. Þetta var reyndar versta sumar í sögu íslensks veðurfars. Hann hélt að ég væri að ljúga því að sólin hefði einhverntímann skinið hérna þegar hann var ekki búinn að sjá hana hérna í tvo mánuði," sagði Hermann.

„Honum fannst þetta skemmtileg reynsla í alla staði. Ég var ánægður með hvernig hann tæklaði þetta sem leikmaður. Hann leit aldrei á sig sem súperstjörnu eða að hann þyrfti ekki að gera eitthvað. Hann gerði það nákvæmlega sama og hinir. Þeir strákar sem voru með okkur þarna tala vel um hann."

Hermann reyndi einnig að fá framherjann Benjani til ÍBV en hann spilaði með Portsmouth á sínum tíma. „Ég heyrði aðeins í Benjani en svo heyrði ég ekkert aftur í honum. Hann hefur týnt símanum," sagði Hermann og hló. „Við vorum góðir vinir þegar ég var úti. Hann var skemmtilegur náungi með gott hugarfar."

Hlustaðu á Hemma í Miðjunni hér eða í Podcast forritum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner