banner
   fim 14. febrúar 2019 19:53
Arnar Helgi Magnússon
Evrópudeildin: BATE sigraði Arsenal - Lacazette fékk beint rautt
Lacazette verður í banni í síðari leik liðanna.
Lacazette verður í banni í síðari leik liðanna.
Mynd: Getty Images
Martinez skoraði mark Inter.
Martinez skoraði mark Inter.
Mynd: Getty Images
Arsenal tapaði óvænt gegn BATE Borisov þegar liðin mættust í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Tímabilið er ekki í gangi í Hvíta-Rússlandi og BATE hafði ekki spilað keppnisleik síðan í desember.

Bate Borisov komst yfir á 45. mínútu leiksins þegar Igor Stasevich kom með fyrirgjöf frá hægri kantinum, beint á kollinn á Stanislav Dragun sem að skallaði boltann í netið.

Alexandre Lacazette kom boltanum í netið þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Lacazette var ekki búinn að syngja sitt síðasta í leiknum en hann fékk að líta beint rautt spjald á 85. mínútu eftir kjánalegt olnbogaskot í leikmann BATE.

Fleiri mörk voru ekki i skoruð í leiknum en liðin mætast á nýjan leik á fimmtudaginn eftir viku á Emirates vellinum í London.

Jón Guðni Fjóluson sat allan tímann á varamannabekk Krasnodar þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Bayer Leverkusen.

Inter marði Rapid Wien en Lautaro Martinez skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Sevilla skoraði mikilvægt útivallarmark þegar liðið heimsótti Lazio.

Hér að neðan má sjá önnur úrslit kvöldsins en sex leikir hefjast klukkan 20:00.

Lazio 0 - 1 Sevilla
0-1 Wissam Ben Yedder ('22 )

BATE 1 - 0 Arsenal
1-0 Stanislav Drahun ('45 )
Rautt spjald:Alexandre Lacazette, Arsenal ('85)

Rapid 0 - 1 Inter
0-1 Lautaro Martinez ('39 , víti)

Slavia Praha 0 - 0 Genk

FK Krasnodar 0 - 0 Bayer

Rennes 3 - 3 Betis
1-0 Adrien Hunou ('2 )
1-1 Javi Garcia ('11 , sjálfsmark)
1-2 Giovani Lo Celso ('32 )
2-2 Hatem Ben Arfa ('45 , víti)
2-3 Sidnei ('62 )
3-3 Diego Lainez ('90 )

Olympiakos 2 - 2 Dynamo K.
1-0 Ahmed Hassan ('10 )
1-1 Buyalskiy ('28 )
2-1 Gil Dias ('40 )
2-2 Benjamin Verbic ('90 )

Galatasaray 1 - 2 Benfica
0-1 Eduardo Salvio ('27 , víti)
1-1 Christian Luyindama ('54 )
1-2 Haris Seferovic ('64 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner