fim 14. febrúar 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gayle fær á sig ákæru fyrir leikaraskap - Sjáðu atvikið
Mynd: Getty Images
Dwight Gayle, framherji West Brom í Championship-deildinni á Englandi, hefur fengið á sig ákæru frá enska knattspyrnusambandinu fyrir að blekkja dómara í leik gegn Nottingham Forest á þriðjudagskvöld.

Því er haldið fram að hann hafi framið leikaraskap er West Brom fékk vítaspyrnu á 89. mínútu.

Jay Rodriguez skoraði úr vítaspyrnunni og tryggði West Brom stig úr leiknum.

Hinn 28 ára gamli Gayle fær þangað til klukkan sex í kvöld til þess að svara ákærunni.

Ef hann fer í bann þá verður hann ekki fyrsti leikmaðurinn sem lendir í því. Enska knattspyrnusambandið hefur verið að reyna að taka á leikaraskap. Árið 2017 var Oumar Niasse, þáverandi framherji Everton, úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir leikaraskap.

Myndband af vítaspyrnudómnum má sjá með því að smella HÉR.
Athugasemdir
banner
banner
banner