Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. febrúar 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Gulli Gull: Allir seldir nema ég
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur í gegnum tíðina selt marga unga leikmenn til erlendra félaga og í morgun bættist vinstri bakvörðurinn Davíð Kristján Ólafsson við þegar hann samdi við Álasund í Noregi.

Willum Þór Willumsson er að skoða aðstæður hjá BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi og hann gæti samið þar á næstu dögum.

Fyrr í vetur fór Gísli Eyjólfsson til Mjallby á láni auk þess sem hinn ungi Andri Fannar Baldursson gekk í raðir Bologna á láni á dögunum.

Gunnleifur Gunnleifsson, er aldursforseti í liði Breiðabliks, en hann er 44 ára gamall.

Gulli slær á létta strengi á Twitter í dag og segir að kominn sé tími á að eitthvað erlent félag kaupi sig.



Athugasemdir
banner
banner
banner