Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. febrúar 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Heiðar barðist við Ledley King og hló að Crouch
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ledley King.
Ledley King.
Mynd: Getty Images
Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom víða við á ferli sínum sem fótboltamaður.

Eyjamaðurinn, sem tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta eftir síðustu leiktíð, var gestur Daníel Geir Moritz í ÍBV hlaðvarpinu og fór yfir ferilinn.

Gunnar fór í atvinnumennsku 2004 er hann samdi við Halmstad í Svíþjóð. Hann hefði getað farið út fyrr og fór hann meðal annars á reynslu hjá enska úrvalsdeildarfélaginu hjá Tottenham.

Honum var boðinn samningur hjá Tottenham, en taldi sig ekki tilbúinn þar sem hann var aðeins 17 ára þegar Spurs vildi fá hann.

„Ég gleymi aldrei fyrstu æfingunni. Maður var að reima skóna, það var sól úti og gott veður. Svo lít ég upp og sé stærsta kassa sem ég hef séð á ævinni. Það var Les Ferdinand. Þvílíkur jaki. Þarna voru líka Ginola og Sheringham."

„Eftir þriðju og fjórðu æfinguna voru þeir orðnir mjög spenntir fyrir karlinum."

„Ég man alltaf eftir næst síðustu æfingunni. Það var sett í fimm á fimm eða fjóra á fjóra. Þeir fengu einn þvílíkan köggul á æfinguna sem var jafngamall mér. Hann var nautsterkur. Ég fann það að þeir sögðu honum að vera á mér allan tímann. Við áttum þvílíka baráttu, en það gekk vel."

„Einhverjum árum seinna er maður og sér þennan leikmann koma inn á. Þetta var Ledley King."

Ledley King átti síðar eftir að verða fyrirliði Tottenham.

„Það var einn annar gaur sem þarna sem var eins og ljósastaur og er enn þannig í dag. Hann gat ekki neitt, en djöfull var hann fyndinn. Þetta er einn fyndnasti gaur sem ég hef hitt á ævinni," sagði Gunnar, en hann var þar að tala um Peter Crouch, sóknarmann sem leikur með Burnley í dag.

„Auðvitað er alltaf sagt ef og hefði, en ég er ekki að pæla í því. Ég held að ég hafi ekki verið tilbúinn í þetta."

Þáttinn má hlusta í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner