Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. febrúar 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kompany að fá nýjan samning þrátt fyrir meiðslavandræðin
Mynd: Getty Images
Líklegt þykir að Vincent Kompany muni skrifa undir eins árs framlengingu á samningi sínum hjá Englandsmeisturum Manchester City. Þetta segir í frétt Goal.com.

Kompany hefur verið fyrirliði City undanfarin ár. Hann er mjög vinsæll hjá félaginu og er í plönum Pep Guardiola fyrir næsta tímabil.

Samningur Belgans rennur út eftir tímabilið, en mikill vilji er fyrir því hjá City að endursemja við kauða.

Kompany er líka til í að framlengja. Svo mikill er vilji hans að hann er tilbúinn að taka á sig launalækkun svo hann geti verið áfram hjá félaginu.

Þetta kemur kannski eilítið á óvart þar sem Kompany verður 33 ára í apríl og er búinn að vera mikið meiddur að undanförnu. Það er þó ljóst gríðarlega mikilvægur utan vallar og vonast City til að fá hann í vinnu þegar ferli hans lýkur.
Athugasemdir
banner