Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. febrúar 2019 12:34
Elvar Geir Magnússon
Man Utd borgaði Mourinho og aðstoðarmönnum 19,6 milljónir punda
Nóg til!
Nóg til!
Mynd: Getty Images
Manchester United borgaði Jose Mourinho og starfsliði hans 19,6 milljónir punda, meira en þrjá milljarða íslenskra króna, þegar Portúgalinn var rekinn í desember.

Mourinho var rekinn vegna lélegrar frammistöðu United á tímabilinu en brottreksturinn kom innan við ári eftir að hann hafði fengið glænýjan samning.

Þrátt fyrir þessa vænu greiðslu hefur Jose Mourinho verið duglegur að taka inn enn meiri pening með því að taka að sér sjónvarpsverkefni og komið fram í Katar og Rússlandi.

Ole Gunnar Solskjær var ráðinn stjóri United út tímabilið og undir hans stjórn hefur stigasöfnunin gengið mjög vel.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner