Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. febrúar 2019 20:17
Arnar Helgi Magnússon
Segir að jafntefli gegn Liverpool yrðu frábær úrslit
Mynd: Getty Images
Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður þýska liðsins Bayern Munchen, segir að jafntefli í fyrri leiknum gegn Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar yrðu frábær úrslit.

Liðin mætast á þriðjudagskvöldið á Anfield í Liverpool-borg.

Rummenigge var spurður að því hvernig að Bayern ætlaði að fara að því að stoppa Mo Salah, helstu stjörnu Liverpool

„Salah er magnaður leikmaður og nýtir hraða sinn vel. Við erum hinsvegar með frábæran vinstri bakvörð í David Alaba sem er einnig mjög hraður."

„Við höfum mikla trú á Alaba og hann er einn af bestu varnarmönum í heimi. Jafntefli á þriðjdaginn yrðu frábær úrslit. Það er mikilvægt að skora í leiknum þó að varnarleikurinn þurfi að vera góður."

„Liverpool hefur sýnt það að þeir eru ekki jafn sterkir á útivelli svo að jafntefli á þeirra heimavelli yrðu frábær úrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner