Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. febrúar 2019 11:00
Elvar Geir Magnússon
Wenger: Hafnaði Real Madrid oftar en einu sinni
Arsene Wenger á Emirates leikvangnum.
Arsene Wenger á Emirates leikvangnum.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, viðurkennir að möguleikar sínir á að verða stjóri Real Madrid séu liðnir. Hann segist þó ekki sjá neitt eftir því að hafna spænska stórliðinu meðan hann var hjá Arsenal.

Wenger lét af störfum sem stjóri Arsenal á síðasta ári eftir næstum 22 ára starf. Hann stýrði Arsenal til þriggja úrvalsdeildartitla og sjö FA-bikarmeistaratitla.

Meðan hann var í stjórastólnum reyndi Real Madrid að fá hann nokkrum til að taka við liði sínu.

„Fólk talar um Real Madrid sem stærsta félag í heimi og allir stjórar hafa áhuga á að stýra stærsta félagi heims," segir Wenger en hann segir að hollusta og tryggð hafi stöðvað hann frá því að fara til Madrídar.

„Þeir reyndu oftar en einu sinni að fá mig. Ég var í miðju verkefni. Arsenal byggði nýjan leikvang og þurfti að borga ann til baka. Ég gaf loforð um að ég yrði áfram og er ánægður með þá ákvörðun."


Athugasemdir
banner
banner