Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. febrúar 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger: Munurinn á Man Utd og PSG var risastór
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, fylgdist með leik Manchester United og Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld. Hann var ekki hrifinn af því sem hann sá frá United í leiknum.

Leikurinn endaði með 2-0 sigri Parísarliðsins.

Þetta var fyrsta tap Ole Gunnar Solskjær sem stjóri Manchester United. Eftir leikinn sagði Solskjær að þetta hefði „verið spark í rassinn," fyrir leikmenn United.

Wenger telur að United hafi tapað leiknum á einu svæði. Hann segir að í leiknum hafi sést hversu mikill getumunur er á milli liðanna.

„Munurinn á milli liðanna, tæknilega séð og í hraða leikskilnings, var risastór og hann varð enn meiri eftir því sem leið á leikinn," sagði Wenger við BeIN Sports.

„Man Utd var að spila á heimavelli og átti eitt skot á markið. Það segir þér muninn á milli liðanna."

„Í Meistaradeildinni máttu ekki við því að vera yfirspilaður á miðjunni og United var yfirspilað á miðjunni allt kvöldið."
Athugasemdir
banner