Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 14. febrúar 2020 14:50
Elvar Geir Magnússon
Norrköping vann Blika 4-2 - Ísak skoraði af löngu færi
Ísak Bergmann Jóhannesson verður 17 ára í næsta mánuði.
Ísak Bergmann Jóhannesson verður 17 ára í næsta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikkelsen skoraði fyrir Breiðablik.
Mikkelsen skoraði fyrir Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rétt í þessu var að ljúka æfingaleik Norrköping og Breiðabliks í Svíþjóð en úrslitin urðu 4-2 í leik þar sem heimamenn byrjuðu miklu betir.

Hinn ungi og stórefnilegi Ísak Bergmann Jóhannesson byrjaði leikinn fyrir Norrköping og skoraði af löngu færi á 5. mínútu yfir Anton Ara Einarsson markvörð sem var kominn langt úr markinu.

Átta mínútum síðar kom annað markið eftir frákastð og það þriðja kom svo eftir að Guðjón Pétur Lýðsson tapaði knettinum við vítateigsbogann.

Thomas Mikkelsen minnkaði muninn eftir laglegan undirbúning Gísla Eyjólfssonar. Skömmu áður hafði Mikkelsen fengið færi en brást þá bogalistin. 3-1 fyrir Norrköping í hálfleik.

Viktor Karl með mark í seinni hálfleik
Viktar Karl Einarsson minnkaði svo muninn í 3-2 þegar hann skoraði með góðu skoti af stuttu færi. Höskuldur Gunnlaugsson komst stuttu seinna í gegn en varnarmaður náði að reka tánna í sendingu sem ætluð var Kristni Steindórssyni. Kristinn kom inn í sókn Blika en hann gekk aftur í raðir félagsins nýverið.

Norrköping komst aftur í tveggja marka forystu þegar Lars Krogh Gerson var einn og óvaldaður á fjær eftir horn. 4-2 eftir 60 mínútna leik.

Alfons Sampsted kom svo af bekknum síðasta stundarfjórðunginn en fleiri mörk voru ekki skoruð og úrslitin 4-2.


Athugasemdir
banner
banner